Hrikaleg aðför að einum virtasta heimildakvikmyndagerðamanni Íslands

Horfði á Kastljós í gær þar sem rætt var við gamlan vin minn Magnús Magnússon kvikmyndagerðamann um hvernig hrunið og veikindi hafa hrakið hann út í horn þannig að nú er hann orðinn beiningamaður, á hvorki heimili, vinnustofu né fé til framfærslu.
Það er grátlegt til þess að vita að menn eins og Magnús og Ómar Ragnarsson þurfi að lifa í eilífum fjárhagskröggum vegna vinnu sinnar.
Magnús hefur gert fjölda heimildamynda um fuglalíf á Íslandi sem hlotið hafa viðurkenningu langt út fyrir landsteinana og er Íslandi til sóma svo ekki sé meira sagt.
Ég skora á mennta-og fjármálaráðherra að gera Magnúsi kleift að starfa að sínum hugðarefnum til æviloka.
Veitum þessum mönnum ríkuleg laun úr sjóðum landsmanna svo okkur sé sómi að.
Það þurfti framtak íslendings í Kaupmannahöfn til að skera Ómar Ragnarsson niður úr skuldasnörunni látum þá skömm okkur nægja.

Jón Arnarr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband