26.1.2009 | 14:58
Til hamingju Ísland
Stjórnarsamstarfi lokið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.1.2009 | 14:42
Fallistar
Það hlaut að koma aðþví að raddir fólksins hefðu sigur og stjórnin segði af sér. Mér sýnist augljóst að íslenskir stjórnmálamenn eru enn við sama heygarðshornið. Þeir hugsa fyrst og fremst um eigin hag en ekki hag fólksins í landinu sem þeir eru þó kjörnir til.
Flokksræði er algjört og þeir reyna enn eftir fremsta megni að viðhalda ríkjandi valdaklíkum sama hvar í flokki þeir eru.
Þessu verður að ljúka,
Ekkert minna en ný stjórnarskrá dugar í þeim efnum. Það verður að hamra járnið á meðan það er heitt og láta ekki af kröfum dagsins um algjöra uppstokkun á íslensku samfélagi.
Flokksræði verður að berja niður og útrýma klíkum þeim sem hér hafa farið með öll völd í landinu, sjálfum sér til hagsbóta á kostnað hins sanna verkamanns.
Hinn eini og sanni verkamaður Jo Hill lifir enn, þó ráðandi klíkur landsins hafi reynt áratugum saman að sannfæra okkur um að hann sé löngu dauður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2009 | 18:15
Tungan er lævís limur
Þú ert maður að meiri Hörður Torfason
Baráttukveðjur
Jón Arnarr
Baðst afsökunar á ummælum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.1.2009 | 11:31
Sigmundur rekinn
Frjáls undan oki auðjöfra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2009 | 00:57
Táragas!!!!!
Nú er ástandið orðið alvarlegt og ég vona að stjórnendur lögreglunnar veitist gæfa til að hafa stjórna á liðinu.
Ég hef bent á það áður að fari stjórnvöld ekki að kröfum landsmanna þá er stutt í blóðug átök sem ekki verður séð fyrir endann á. Gerum okkur ljóst að hér er að skapast alvarlegt byltingarástand.
Það er sjálfsögð krafa í hverju lýðræðisríki að krefjast kosninga og það er skylda stjórnmálamanna að verða við svo afgerandi kröfum sem fram hafa komið frá því að upp komst um landráð stjórnarinnar.
Ísland verður aldrei endurreist af þeim landráðamönnum sem sköpuðu þau voðaverk sem framin hafa verið hér á landi.
Það er krafa mín að allir þeir stjórnmálamenn sem á einhvern hátt hafa komið að landráðinu verði ákærðir og dregnir fyrir dóm, öðruvísi verður réttlætinu ekki fullnægt.
Þessir menn hafa fyrirgert rétti sínum til að koma nálægt stjórnmálum og hafa á svívirðilegan hátt haft landslög að engu. Þeir hafa dregið heila þjóð með sér í svaðið og það mun taka áratugi fyrir íslendinga að endurheimta þá virðingu sem þeir hafa notið áratugum saman fyrir heiðarleika og dugnað.
Táragasi beitt á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
21.1.2009 | 16:41
Geir þykir sér ógnað!!!
Er dómgreindarstöðin dottin út hjá forsætisráðherranum? Hefur hann ekkert hugsað til þess að lýðveldi Íslands sé ógnað með framkomu og ráðleysi ríkisstjórnar hans? Þarf virkilega blóðugan vígvöll til að það renni upp fyrir honum og samráðherrum hans að íslendingar láta ekki gea sig gjaldþrota átakalaust?
Það er ótrúlegt að menn haldi að það snjói bara yfir landráð á 100 dögum. Hér hefur tíðkast áratugum saman að menn axli enga ábyrgð á störfum sínum sem alþingismenn eða ráðherrar í ríkisstjórn og að menn segi af sér vegna afglapa er nær óþekkt. Þessu unir fólk ekki lengur og það er eins gott að menn geri sér grein fyrir því fyrr en seinna.
Það gerist ekkert hjá alkanum fyrr en hann viðurkennir fyrir sjálfum sér að hann ráði ekki við fíknina. Eins er farið fyrir stjórn Íslands í dag, það gerist ekkert fyrr en hún viðurkennir vanmátt sinn og játi að hún hafi gert Ísland gjaldþrota og biðji fólk að fyrirgefa sér landráðið.
Fari síðan frá völdum og láti öðrum eftir að byggja upp nýtt Ísland með nýrri stjórnarskrá þar sem flokksræði og klíkusamfélag verði afnumið.
Geir taldi sér ógnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.1.2009 | 23:35
Bylting
Mótmæli halda áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.1.2009 | 01:10
Fyrir hvern flutti hann inn?
Þýskur maður dæmdur í fimm ára fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.1.2009 | 11:46
Smygl í gámum
Ég og fjöldi annara hafa bent alþingismönnum og ráðherrum á að gámainnfluttningur á fíkniefnum sé eitt stærsta vandamálið í baráttunni gegn fíkniefnavánni. Menn hafa skellt skollaeyrum við þessum ábendingum árum saman og borið við að það kosti svo mikið að kaupa búnað til að gegnumlýsa gáma.
Fyrirtæki eins og Byko, Húsasmiðjan o.fl. eru notuð án þess að eigendur þeirra hafi hugmynd um það. Ein aðferð er að koma fíkniefnum fyrir í timburstöflum svo eitt dæmi sé tekið.
Ég tel að 95% fíkniefnainnfluttnings sé með gámum, restin kemur að mestu með einstaklingum í gegnum Keflavík og Seyðisfjörð með ferjunni.
Mat ráðamanna á mannslífum virðist ekki mikið þegar slíkt er látið líðast árum saman.
Stórfellt smygl með vörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.1.2009 | 16:14
Einkennileg frétt
Meintur brennuvargur tekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)