10.10.2007 | 20:27
Athyglissjúkur sýslumaður
Það er ekki laust við að mann sé farið að gruna að sýslumaður Selfyssinga sé ekki eins og fólk er flest. Nú heldur hann fjölmiðlum við efnið að fjalla um sig og sitt umdæmi með því að ákæra fólk fyrir pylsubréfadreifingu, reykspól og annan ófögnuð. Ekki það að ég sé að mæla með því að fólk gangi óþrifalega um bæinn sinn, en spurningin er hvort nauðsynlegt sé að ákæra hvern þann mann sem hagar sér ósæmilega.
Einhvernvegin hefur læðst að mér upp á síðkastið að réttarkerfið á Íslandi sé að sprungið vegna ódæðisverka ógæfufólks sem á við áfengis-, geð- og fíkniefnavandamál að stríða. Þetta fólk er uppfullt af ranghugmyndum og getur engan veginn lengur greint rétt frá röngu. Sýslumaður Selfyssinga gekk nú svo fram af mér fyrir nokkru, þegar hann notfærði sér fréttamiðla landsins til að auglýsa eftir kærendum á hendur Guðmundi í Byrginu og síðan aftur nú fyrir nokkrum dögum, þegar hann auglýsti eftir að fólk kærði til lögreglunnar á Selfossi hvern þann sem sæist reykspóla í umdæminu. Hann lét síðan fylgja með að ef þeir sem kærðir væru neituðu að gefa upp hver hefði ekið bifreiðinni þegar reykspólun fór fram, fengju 20 þúsund króna sekt.
Ljóst er að í nógu er að snúast hjá sýslumanni Selfyssinga við að greiða úr öllum kærubunkanum og forgangsraða rannsóknum mála og ekki síst að greina réttar kærur frá röngum.
Athugasemdir
Jón Arnarr, hvernig í andsk. dettur þér í hug að skrifa hvítt á svörtu, það er alveg hrikalega ólæsilegt. En að öðru leyti snýst þessi spekúlasjón þín um vaxandi fasismavæðingu á vesturlöndum og heilaþvegnir sýslumenn spila auðvitað með þeim boðskap sem á þeirra borð berst. Njósna um náungann og kjafta í yfirvaldið um hans yfirsjónir, hljómar það ekki kunnuglega en auðvitað er þetta bara diet-STASI. Fyrrum yfirmenn STASI eru núna að störfum hjá Föðurlandsráðuneyti BNA sem er undir stjórn ruglustrumpa úr systurflokki íhaldsins þannig að þetta er allt samkvæmt stefnu.
Baldur Fjölnisson, 10.10.2007 kl. 20:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.