17.1.2009 | 11:46
Smygl í gámum
Ég og fjöldi annara hafa bent alþingismönnum og ráðherrum á að gámainnfluttningur á fíkniefnum sé eitt stærsta vandamálið í baráttunni gegn fíkniefnavánni. Menn hafa skellt skollaeyrum við þessum ábendingum árum saman og borið við að það kosti svo mikið að kaupa búnað til að gegnumlýsa gáma.
Fyrirtæki eins og Byko, Húsasmiðjan o.fl. eru notuð án þess að eigendur þeirra hafi hugmynd um það. Ein aðferð er að koma fíkniefnum fyrir í timburstöflum svo eitt dæmi sé tekið.
Ég tel að 95% fíkniefnainnfluttnings sé með gámum, restin kemur að mestu með einstaklingum í gegnum Keflavík og Seyðisfjörð með ferjunni.
Mat ráðamanna á mannslífum virðist ekki mikið þegar slíkt er látið líðast árum saman.
Stórfellt smygl með vörum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er nú bara þannig að það er ekki hægt að leita í öllum gámum sem koma til landsins og verður aldrei hægt. Það er reynt að taka sem flesta búslóðagáma og tékka þá enn mikið meira er bara ekki hægt að gera. það koma mörg þúsund gámar hingað á viku,man ekki alveg hvað margir enn þó að yrði fjölgað um 200% í tollinum þá mundu þeir kannski getað leitað í 5% alllra gáma.
óli (IP-tala skráð) 17.1.2009 kl. 21:45
Rétt er það en menn hefðu getað fjárfest í leitartækjum fyrir gáma og þannig komist yfir að leita í hundruðum gáma á viku án þess að fjölga tollvörðum.
Jón Arnarr , 18.1.2009 kl. 01:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.