Bylting

Það virðist sem þessi ríkisstjórn sé svo skini skroppin að hún sitji þar til fólk grípi til þess neyðarúrræðis að bylta henni veð valdi. Ég sé ekkert annað í stöðunni þar sem sitjandi ráðamenn virða almenning ekki viðlits þrátt fyrir að hafa komið þjóðinni á kaldan klaka fjárhagslega. Landráð af gáleysi er landráð þrátt fyrir það, eins og morð af gáleysi er morð þó af gáleysi sé. Þessari stjórn verður að steypa því hún er hrokafull og samviskulaus.
mbl.is Mótmæli halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Steinn Gestsson

Algerlega sammála! Ég fór heim um fimm og sá soldið eftir því en yfir hundrað manns sem ég þekki til mæta aftur á morgun á sama tíma og nú mæti ég með nesti! Áfram íslendingar!

Óskar Steinn Gestsson, 20.1.2009 kl. 23:40

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ég sit norður í landi og kemst hvergi til að vera með ykkur.  Ég þakka staðgenglum mínum fyrir mætinguna.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 20.1.2009 kl. 23:59

3 identicon

Já... þessara 500 manns... ekki þjóðarinnar!

Freyr (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 00:26

4 identicon

Þið sem eruð að fótum troða lýðræðið eruð bara að bíða eftir einum hlut - hann er sá að sá hópur sem vill veita ríkisstjórninni vinnufrið fjölmenni á móti ykkur. þá yrðu atburðir sem ekki væri hægt að taka aftur.

 

Það er farið að styttast í það og Guð hjálpi okkur öllum þá.

 

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband