Geir þykir sér ógnað!!!

Er dómgreindarstöðin dottin út hjá forsætisráðherranum? Hefur hann ekkert hugsað til þess að lýðveldi Íslands sé ógnað með framkomu og ráðleysi ríkisstjórnar hans? Þarf virkilega blóðugan vígvöll til að það renni upp fyrir honum og samráðherrum hans að íslendingar láta ekki gea sig gjaldþrota átakalaust?

Það er ótrúlegt að menn haldi að það snjói bara yfir landráð á 100 dögum. Hér hefur tíðkast áratugum saman að menn axli enga ábyrgð á störfum sínum sem alþingismenn eða ráðherrar í ríkisstjórn og að menn segi af sér vegna afglapa er nær óþekkt. Þessu unir fólk ekki lengur og það er eins gott að menn geri sér grein fyrir því fyrr en seinna.

Það gerist ekkert hjá alkanum fyrr en hann viðurkennir fyrir sjálfum sér að hann ráði ekki við fíknina. Eins er farið fyrir stjórn Íslands í dag, það gerist ekkert fyrr en hún viðurkennir vanmátt sinn og játi að hún hafi gert Ísland gjaldþrota og biðji fólk að fyrirgefa sér landráðið.

Fari síðan frá völdum og láti öðrum eftir að byggja upp nýtt Ísland með nýrri stjórnarskrá þar sem flokksræði og klíkusamfélag verði afnumið. 


mbl.is Geir taldi sér ógnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góður pistill hjá þér.

Óskar Þorkelsson, 21.1.2009 kl. 17:03

2 Smámynd: corvus corax

Mér er ógnað, þér er ógnað, fjölskyldum okkar er ógnað! Og hver ógnar okkur og velferð okkar? Geiri gunga og allir hinir glæpahundarnir í spillingarríkisstjórninni! Mér og mínum er ógnað og ofboðið! Burt með ríkisstjórnina - STRAX !

corvus corax, 21.1.2009 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband