Fallistar

Það hlaut að koma aðþví að raddir fólksins hefðu sigur og stjórnin segði af sér. Mér sýnist augljóst að íslenskir stjórnmálamenn eru enn við sama heygarðshornið. Þeir hugsa fyrst og fremst um eigin hag en ekki hag fólksins í landinu sem þeir eru þó kjörnir til.

Flokksræði er algjört og þeir reyna enn eftir fremsta megni að viðhalda ríkjandi valdaklíkum sama hvar í flokki þeir eru.

Þessu verður að ljúka,

Ekkert minna en ný stjórnarskrá dugar í þeim efnum. Það verður að hamra járnið á meðan það er heitt og láta ekki af kröfum dagsins um algjöra uppstokkun á íslensku samfélagi.

Flokksræði verður að berja niður og útrýma klíkum þeim sem hér hafa farið með öll völd í landinu, sjálfum sér til hagsbóta á kostnað hins sanna verkamanns.

Hinn eini og sanni verkamaður Jo Hill lifir enn, þó ráðandi klíkur landsins hafi reynt áratugum saman að sannfæra okkur um að hann sé löngu dauður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband