Lítið að marka Framsóknarflokkinn

Það er litla breytingu að sjá á "nýrri" flokksforustu Framsóknarflokksins þar er greinilega ríkjandi sama flokksræðið sem tröllriðið hefur í íslenskri póletík áratugum saman. Það hefur löngum verið aðalsmerki Framsóknarflokksins að troða sér inn í stjórnir og maka síðan krókinn með úthlutun bitlinga til ráðandi klíku innan flokksins. Svei þeim! Líst ekki á aef það er þetta sem menn kalla nýtt lýðræði, sami grautur í sömu skál bara mismunandi hvort hrært er til hægri eða vinstri. Grauturinn smakkast eins.
mbl.is Hlé gert til að ræða málin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svona svartagalls raus, geðillsku nöldur, er merki um andlegt harðlífi. Horfðu á björtu hliðarnar í lífinu. Það er verið að reyna að koma einhverju lagi á þessi stjórnmál í landinu, það verður að horfast í augu við raunveruleikann þó hann sé ekki þægilegur. En það eiga allir sínar góðu hliðar, líka Framsókn. Svo ættir þú nú góði maður að fara að fylgjast aðeins betur með fréttum, þá gætu þrautir þínar linast! Góða stjórnarmyndunarhelgi!

Stefán Lárus Pálsson (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 15:43

2 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Sammála þér Jón Arnar. Þetta er pathetic hjá Framsókn: Þeir pota sér undir fölskum formerkjum að kjötkötlunum.

Margrét Sigurðardóttir, 31.1.2009 kl. 15:50

3 Smámynd: Stefán Stefánsson

Vinstri Grænir og Samfylkingin héldu að Framsóknarflokkurinn myndi verja nýja stjórn alveg skilyrðislaust og samþykkja allt bullið sem mun koma.
Þeir áttu semsagt bara að vera viljalaust verkfæri í höndum Jóhönnu og Steingríms.... eða það héldu þau.....

Stefán Stefánsson, 31.1.2009 kl. 15:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband