Íslendingum óviðbjargamdi

Það hefur ekki liðið sá dagur nú í fjóra mánuði að maður verði ekki steinhissa á einhverri frétt. Það er engu líkara en íslenska samfélagið sé svo rotið að manni dettur eiginlega ekkert annað en forarpittur í hug. Efnahagshrunið verður svartara með hverjum degi og afleiðingarnar ófyrirsjáanlegar. Mér þykir því með ólíkindum að ekki þurfi nema smá slyddu til að þjóðin sé búinn að gleyma hverjir bera ábyrgð á gjaldþroti Íslands.

Ef marka má þessa skoðanakönnun er íslendingum ekki viðbjargandi. Búsáhaldabyltingunni ekki lokið, Seðlabankastjórar sitja enn, bankarnir óstarfhæfir, atvinnuleysi að ná sögulögu hámarki, landflótti að hefjast í stórum stíl og litlar sem engar breytingar að merkja hjá flokkunum.

Ef fram fer sem horfir sitjum við í sömu súpunni að kosningum loknum í vor og sukkið heldur óbreytt áfram.

Eiga börn og barnabörn  okkar þetta skilið?

Minningin um viðskilnað 68 kynslóðarinnar mun í minnum höfð svo lengi sem land lifir.


mbl.is Stuðningur við Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Það er langt í kosningar... könnunin lítur í reynd svona út:

Framsóknarflokkur    8,6%
Sjálfstæðisflokkur    16,9%
Samfylking              14,0%
Vinstri grænir          13,6%
Aðrir og óákveðnir   46,9%

Við skulum vona að sjálfstæðisflokkurinn fari ekki upp fyrir 16,9%

Brattur, 13.2.2009 kl. 18:47

2 Smámynd: Jón Arnarr

Það er enn von

Jón Arnarr , 13.2.2009 kl. 18:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband