Færsluflokkur: Bloggar

Dómstóll götunnar æðri Hæstarétti?

Þetta er nú meiri endemis þvælan, kirkjunnar menn og aðrir kverúlantar setja sig yfir landslög. Það er merkilegt þjóðfélag þegar dómstóll götunnar er orðinn æðri Hæstarétti landsins.

 


mbl.is Leyfi séra Gunnars framlengt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dýrkeypt auglýsing á Íslandi

Nú vita allir hvar Ísland er!!!!!!

 Það verður að segjast eins og er að það er hálf kaldhæðin staðreynd að gjaldþrot landsins hafi þurft til að heimurinn vissi hvar land okkar er. Ég verð nú að játa fyrir mig að ég kysi nú heldur að við hefðum fengið að halda reisn okkar sem sjálfstæð þjóð. 


mbl.is Fékk það ekki óþvegið í andlitið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru ekki breyttir tímar?

Nú dámar mér. Ég legg til að stjórnin haldi sig sleitulaust að verki fram að kosningadegi. Það teldi ég sitjandi stjórnarflokkum til sóma að láta alla kosningabaráttu lönd og leið. Ég er sannfærður um að harmislegnir íslendingar mundu virða slíka ákvörðun.

Sé það lögbundið að Alþingi sé slitið mánuði fyrir kosningar ættu menn að setja neyðarlög sem banna slit Alþingis á neyðartímum nema við stjórnarskipti.

 


mbl.is Kosningar verða 25. apríl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dópið drepur dómgreind

Menn ættu að fara varlega í að dæma fólk, hvort heldur er vegna dópneyslu eða annara verka. Menn mættu velta því fyrir sér hve margir alþingismenn og ráðherrar hafa látið eftir sér að neita eiturlyfja.

Stjórnendur þessa lands síðustu áratugi og enn þann dag í dag eru af hinni svokallaðri 68 kynslóð og við vitum flest hvernig tíðarandinn var á þeim tíma. Uppskeran er eins og sáð var til og íslenska efnahagskerfið hrundi.


mbl.is Björn Jörundur viðurkennir mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingum óviðbjargamdi

Það hefur ekki liðið sá dagur nú í fjóra mánuði að maður verði ekki steinhissa á einhverri frétt. Það er engu líkara en íslenska samfélagið sé svo rotið að manni dettur eiginlega ekkert annað en forarpittur í hug. Efnahagshrunið verður svartara með hverjum degi og afleiðingarnar ófyrirsjáanlegar. Mér þykir því með ólíkindum að ekki þurfi nema smá slyddu til að þjóðin sé búinn að gleyma hverjir bera ábyrgð á gjaldþroti Íslands.

Ef marka má þessa skoðanakönnun er íslendingum ekki viðbjargandi. Búsáhaldabyltingunni ekki lokið, Seðlabankastjórar sitja enn, bankarnir óstarfhæfir, atvinnuleysi að ná sögulögu hámarki, landflótti að hefjast í stórum stíl og litlar sem engar breytingar að merkja hjá flokkunum.

Ef fram fer sem horfir sitjum við í sömu súpunni að kosningum loknum í vor og sukkið heldur óbreytt áfram.

Eiga börn og barnabörn  okkar þetta skilið?

Minningin um viðskilnað 68 kynslóðarinnar mun í minnum höfð svo lengi sem land lifir.


mbl.is Stuðningur við Sjálfstæðisflokk og Samfylkingu eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verður þeim rokkað?

Það yrðu nú ánægjuleg málalok ef Egóið í Bubba tækist að rokka út egófríkinu í Seðlabankanum.
mbl.is Bubbi rokkar Seðlabankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MFFR (meðferðarstöð fyrir fráfarandi ríkisstjórnir)

Mér þykir sýnt að ekki sé vanþörf á að veita fjármagni á væntanlegum fjáraukalögum til stofnunar nýs meðferðarheimilis fyrir alþingismenn og ráðherra fyrrverandi ríkisstjórnar.

Mér líst illa á framhaldið eftir viðbrögð fráfarandi ríkisstjórnar við kostningu nýs forseta Alþingis.

Hvernig verða fráhvörfin þegar biðlaunagreiðslum ráðherrana sleppir?

Á þessum farsa aldrei að ljúka? Áhöfninni á Halaastjörnunni væri nær að taka höndum saman og einbeita sér að því að koma skútunni á réttan kjöl áður en hún sekkur endanlegameð manni og mús í þrætum skipstjóra við messagutta.


Lítið að marka Framsóknarflokkinn

Það er litla breytingu að sjá á "nýrri" flokksforustu Framsóknarflokksins þar er greinilega ríkjandi sama flokksræðið sem tröllriðið hefur í íslenskri póletík áratugum saman. Það hefur löngum verið aðalsmerki Framsóknarflokksins að troða sér inn í stjórnir og maka síðan krókinn með úthlutun bitlinga til ráðandi klíku innan flokksins. Svei þeim! Líst ekki á aef það er þetta sem menn kalla nýtt lýðræði, sami grautur í sömu skál bara mismunandi hvort hrært er til hægri eða vinstri. Grauturinn smakkast eins.
mbl.is Hlé gert til að ræða málin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

????????????????

Er ætlast til að almenningur skilji þessa endaleysu? Fyrir mér er þetta verra en nokkur franska.
mbl.is Atlaga felldi íslenska kerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Andleysi

Dettur mönnum ekkert nýtt í hug?
mbl.is Jóhanna næsti forsætisráðherra?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband